Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 10:31 Fyrirtækið Skaginn 3X var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Vísir/Arnar Hópur fjárfesta hefur náð samkomulagi um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X á Akranesi. Auk þess munu þeir taka á leigu mikið af þeim húsakosti sem fyrirtækið bjó yfir í því skyni að hefja þar aftur rekstur. Þetta kemur fram í tilkynningu um kaupin, en það er nýtt félag, KAPP Skaginn ehf., sem er kaupandi. Fram kemur í tilkynningu að félagið muni kaupa allan búnað og lausafé þrotabúsins og taka húsakost á leigu. Marmiðið sé að hefja rekstur að nýju og byggja upp starfsemi undir nafni KAPP Skagans á Akranesi. Félagið er að meirihluta í eigu KAPP ehf., sem lýst er sem rótgróins tæknifyrirtækis sem sérhæfi sig í tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. Aðrir hluthafar KAPP Skagans ehf. eru meðal annars Eignarhaldsfélagið VGJ og TECTRU S/A auk lykilstarfsmanna hins nýja félags og ýmsir fjárfestar. Væntingar um ábatasama starfsemi Af hálfu þrotabúsins komu Helgi Jóhannesson skiptastjóri og Íslandsbanki að gerð samkomulagsins. Freyr Friðriksson, forstjóri og stærsti hluthafi KAPP, sem er bjartsýnn á framtíð félagsins að því er haft er eftir honum í tilkynningunni. „Ekki aðeins er verið að tryggja störf á Akranesi heldur eru væntingar okkar að þarna verði rekin ábatasöm starfsemi sem til lengri tíma geti orðið miðstöð þekkingar og þróunar félagsins fyrir m.a. sjávarútveg hér á landi,“ er haft eftir Frey. Þessum áfanga hefði ekki verið náð nema af því að margir hafi lagst á eitt, „ekki bara forsvarsmenn þrotabúsins og Íslandsbanka, heldur einnig Akraneskaupstaður, auk fjölda annarra aðila.“ Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en vonir standa til þess að unnt verði að hefja starfsemi að nýju á Akranesi þann 1. nóvember næstkomandi. Ráðgjafar kaupanda við viðskiptin voru LEX lögmannstofa og OPUS lögmenn auk þess sem að Sævar Freyr Þráinsson veitti aðilum ráðgjöf í sjálfboðavinnu en Sævar Freyr er fyrrverandi bæjarstjóri Akraness. Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að félagið muni kaupa allan búnað og lausafé þrotabúsins og taka húsakost á leigu. Marmiðið sé að hefja rekstur að nýju og byggja upp starfsemi undir nafni KAPP Skagans á Akranesi. Félagið er að meirihluta í eigu KAPP ehf., sem lýst er sem rótgróins tæknifyrirtækis sem sérhæfi sig í tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. Aðrir hluthafar KAPP Skagans ehf. eru meðal annars Eignarhaldsfélagið VGJ og TECTRU S/A auk lykilstarfsmanna hins nýja félags og ýmsir fjárfestar. Væntingar um ábatasama starfsemi Af hálfu þrotabúsins komu Helgi Jóhannesson skiptastjóri og Íslandsbanki að gerð samkomulagsins. Freyr Friðriksson, forstjóri og stærsti hluthafi KAPP, sem er bjartsýnn á framtíð félagsins að því er haft er eftir honum í tilkynningunni. „Ekki aðeins er verið að tryggja störf á Akranesi heldur eru væntingar okkar að þarna verði rekin ábatasöm starfsemi sem til lengri tíma geti orðið miðstöð þekkingar og þróunar félagsins fyrir m.a. sjávarútveg hér á landi,“ er haft eftir Frey. Þessum áfanga hefði ekki verið náð nema af því að margir hafi lagst á eitt, „ekki bara forsvarsmenn þrotabúsins og Íslandsbanka, heldur einnig Akraneskaupstaður, auk fjölda annarra aðila.“ Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en vonir standa til þess að unnt verði að hefja starfsemi að nýju á Akranesi þann 1. nóvember næstkomandi. Ráðgjafar kaupanda við viðskiptin voru LEX lögmannstofa og OPUS lögmenn auk þess sem að Sævar Freyr Þráinsson veitti aðilum ráðgjöf í sjálfboðavinnu en Sævar Freyr er fyrrverandi bæjarstjóri Akraness.
Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira