Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 16:46 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Skel Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“ Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira