Píratar komnir í kosningaham Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:36 Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér. Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira