Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 10:41 Justin Trudeau og Narendra Modi, forsætisráðherrar Kanada og Indlands á fundi G20 ríkjanna í Indlandi í fyrra. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. „Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til. Kanada Indland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
„Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til.
Kanada Indland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira