Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2024 10:00 Bergrós á von á sínum þriðja barni en ætlar sér að dæma aftur á næsta tímabili. vísir/einar Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira