Kennarar í brennidepli – Vanvirðing, skortur á stuðningi og óviðunandi vinnuaðstæður Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 16. október 2024 11:02 Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar