„Bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 10:32 Sigmar hefur trú á Viðreisn. Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa almennt áhyggjur af stöðu mála og vill ráðherrastól í framtíðinni. Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“ Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“
Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira