Dropinn sem fyllti mælinn Melkorka Kjartansdóttir skrifar 16. október 2024 14:01 Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun