„Play verður áfram íslenskt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 19:33 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play mun ráðast í umfangsmiklar breytingar og dregur úr verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi mun fækka, og sótt um flugrekstrarleyfi erlendis. Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Play greindi frá breytingunum nú síðdegis, eftir lokun markaða. Forstjóri félagsins segir að kjarninn í starfsemi félagsins hafi verið að tengja saman borgir í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, en minni áhersla hafi verið lögð á flug til Suður-Evrópu og Kanaríeyja. Nú verði þessi snúið við. „Þannig að það verði svona lykilþátturinn í starfseminni, að fljúga héðan og til Suður-Evrópu, og auðvitað til baka aftur. En að talsvert minni þáttur starfsemi félagsins verði fólginn í því að fljúga fólki yfir Atlantshafið með viðkomu í Keflavík,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Þurfa annað leyfi til að ráða erlendar áhafnir Þær vélar sem Play hafi nú yfir að ráða séu fullmargar miðað við breyttar áherslur. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið vegna breytinganna, sem Einar segir ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en eftir um það bil eitt ár. „Það verður ekki hagkvæmt að reka flugvélar fyrir aðra flugrekendur, nema þá með áhöfnum sem eru staðbundnar, sem eru á þeim stað þaðan sem vélin er gerð út. Við þurfum annað flugrekstrarleyfi til þess.“ Fækkun hjá félaginu sem þó verði áfram íslenskt Þó að flugrekstrarleyfið sé Maltneskt þarf hvorki að vera að umframvélarnar umræddu fljúgi þaðan, né að áhafnirnar verði maltneskar. Þær verða þó ekki íslenskar. Þurfið þið þá að ráðast í uppsagnir á því fólki sem fyrir er hér? „Það er nú nokkur starfsmannavelta í félaginu, og mikið ungt fólk sem vinnur hjá okkur og svona. Þannig að ég á von á því að meiri hluti þeirrar fækkunar sem óhjákvæmilega verður með þessu, eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu,“ segir Einar. Hann vill girða fyrir allan misskilning um að félagið sé alfarið að færa starfsemi sína úr landi. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun