Spáð er dálítilli rigningu eða súld sunnan- og vestanlands, en lítilsháttar slyddu eða snjókomu norðvestantil. Lengst af þurrt á Norðausturlandi.
Hiti verður víða nálægt frostmarki, en fimm til tíu stig fyrir sunnan.
„Á morgun verður norðaustan 8-15 m/s og sums staðar dálítil væta, hvassast norðvestan- og suðaustantil. Fer að rigna síðdegis og bætir í vind á austanverðu landinu, suðaustan 15-23 m/s undir kvöld. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag verður suðvestanátt og skúrir, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti 4 til 8 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Austan og norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 á Vestfjörðum. Víða dálítil rigning, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi. Gengur í norðan 13-18 og bætir í rigningu á austanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 3 til 10 stig, mildast sunnanlands.
Á laugardag: Norðan 10-15 á norðvestanverðu landinu með slyddu eða snjókomu og hita um og undir frostmarki. Hægari breytileg átt sunnan- og austanlands með dálitlum skúrum og hita 1 til 6 stig.
Á sunnudag: Norðlæg átt 5-13. Rigning eða snjókoma með köflum víða um land, en úrkomuminna vestanlands. Hita í kringum frostmark, en allt að 6 stigum sunnanlands.
Á mánudag: Norðan 8-13 og dálítil rigning eða snjókomu í flestum landshlutum, en bætir í snjókomu norðaustanlands undir kvöld. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Minnkandi norðvestanátt og styttir upp á austanverðu landinu, annars breytileg átt og bjart að mestu. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld og fer að rigna sunnanlands. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig sunnanlands.
Á miðvikudag: Útlit fyrir suðlæga átt. Rigning á sunnan- og vestanverðu landinu og snjókoma á Vestfjörðum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður.