Sandra í landsliðinu þremur mánuðum eftir barnsburð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 11:35 Sandra Erlingsdóttir eignaðist barn um miðjan júlí. vísir/hulda margrét Einn nýliði er í hópi íslenska kvennalandsliðsins sem Arnar Pétursson valdi fyrir tvo vináttuleiki gegn Póllandi. Þá snýr Rut Jónsdóttir aftur í landsliðið eftir nokkra fjarveru og Sandra Erlingsdóttir er valin aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist barn. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í vikunni var Dana Björg Guðmundsdóttir, 22 ára vinstri hornamaður Volda í Noregi, valin í landsliðið í fyrsta sinn. Dana hefur alla tíð búið í Noregi en á íslenska foreldra. Hún hefur spilað vel og skorað grimmt fyrir Volda í norsku B-deildinni. Í fyrstu sex deildarleikjunum hefur Dana skorað 51 mark, eða 8,5 mörk að meðaltali í leik. Sandra eignaðist sitt fyrsta barn 15. júlí en er komin í landsliðið þremur mánuðum seinna. Hún leikur með TuS Metzingen í Þýskalandi. Rut kemur aftur inn í landsliðið og er einn þriggja hægri skytta í hópnum ásamt Díönu Dögg Magnúsdóttur og Theu Imani Sturludóttur. Rut gekk í raðir Hauka í sumar en hún var í barneignarleyfi á síðasta tímabili. Leikirnir gegn Pólverjum eru liður í undirbúningi Íslendinga fyrir EM sem hefst 28. nóvember. Fyrri leikur Íslands og Póllands fer fram á heimavelli Fram, Lambhagahöllinni, föstudaginn 25. október. Daginn eftir mætast liðin á Selfossi. Íslenski hópurinn Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (63 leikir/2 mörk) Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6) Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (2/3) Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (56/74) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (16/45) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (23/49) Elísa Elíasdóttir, Valur (17/15) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (19/11) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (4/10) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (21/7) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (51/109) Rut Jónsdóttir, Haukar (117/244) Steinunn Björnsdóttir, Fram (51/72) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (94/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (82/178) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (140/405) Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi fyrr í vikunni var Dana Björg Guðmundsdóttir, 22 ára vinstri hornamaður Volda í Noregi, valin í landsliðið í fyrsta sinn. Dana hefur alla tíð búið í Noregi en á íslenska foreldra. Hún hefur spilað vel og skorað grimmt fyrir Volda í norsku B-deildinni. Í fyrstu sex deildarleikjunum hefur Dana skorað 51 mark, eða 8,5 mörk að meðaltali í leik. Sandra eignaðist sitt fyrsta barn 15. júlí en er komin í landsliðið þremur mánuðum seinna. Hún leikur með TuS Metzingen í Þýskalandi. Rut kemur aftur inn í landsliðið og er einn þriggja hægri skytta í hópnum ásamt Díönu Dögg Magnúsdóttur og Theu Imani Sturludóttur. Rut gekk í raðir Hauka í sumar en hún var í barneignarleyfi á síðasta tímabili. Leikirnir gegn Pólverjum eru liður í undirbúningi Íslendinga fyrir EM sem hefst 28. nóvember. Fyrri leikur Íslands og Póllands fer fram á heimavelli Fram, Lambhagahöllinni, föstudaginn 25. október. Daginn eftir mætast liðin á Selfossi. Íslenski hópurinn Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (63 leikir/2 mörk) Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6) Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (2/3) Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (56/74) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (16/45) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (23/49) Elísa Elíasdóttir, Valur (17/15) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (19/11) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (4/10) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (21/7) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (51/109) Rut Jónsdóttir, Haukar (117/244) Steinunn Björnsdóttir, Fram (51/72) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (94/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (82/178) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (140/405)
Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (63 leikir/2 mörk) Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6) Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (2/3) Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (56/74) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (16/45) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (23/49) Elísa Elíasdóttir, Valur (17/15) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (19/11) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (4/10) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (21/7) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (51/109) Rut Jónsdóttir, Haukar (117/244) Steinunn Björnsdóttir, Fram (51/72) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (94/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (82/178) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (140/405)
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni