Lárus leiðir uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 14:45 Lárus Sigurður segir fólk geta haft samband vilji það bjóða sig fram fyrir Framsókn. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiðir kjörnefnd í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Framsóknarflokkinn. Með honum í nefndinni eru þau Haukur Logi Karlsson, Fanný Gunnarsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Teitur Erlendsson, Björn Ívar Björnsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október. Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október.
Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11
Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30
Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent