Körfubolti

Töfrar Martins vöktu at­hygli

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson eltir Devon Hall, leikmann Fenerbahce, í Berlín í kvöld.
Martin Hermannsson eltir Devon Hall, leikmann Fenerbahce, í Berlín í kvöld. Getty/Regina Hoffmann

Eftir að hafa á þriðjudaginn fagnað fyrsta sigri sínum í Evrópudeildinni í körfubolta, sterkustu Evrópukeppninni, urðu Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín að sætta sig við þriðja tapið í kvöld.

Alba vann ASVEL frá Frakklandi á þriðjudaginn en mætti svo Fenerbahce frá Tyrklandi í kvöld og tapaði, 78-71.

Martin átti ein af tilþrifum leiksins, sem valin voru sem töfrastund leiksins, þegar hann gaf blindandi stoðsendingu út í hornið í þriðja leikhlutanum, þegar Alba Berlín minnkaði muninn í 50-44.

Gestirnir frá Tyrklandi voru ellefu stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 58-47, og tókst mest að minnka muninn í sex stig, 64-58, þegar fjórar mínútur voru eftir.

Martin skoraði þrettán stig í leiknum í kvöld og var annar af stigahæstu leikmönnum Alba, og hann átti fimm stoðsendingar eða flestar í sínu liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×