Ægir: Hinn klassíski liðssigur Árni Jóhannsson skrifar 17. október 2024 21:18 Ægir Þór leiddi sína menn í gegnum ÍR verkefnið eins og herforingi. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið. „Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“ Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
„Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“
Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31