Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. október 2024 22:22 Jamil Abiad stýrði Val í fjarveru Finns Freys Stefánssonar Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
„Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira