Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Jakob Bjarnar og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. október 2024 11:32 Kristján Þórður, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. „Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira