Kennarastarfið Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skrifar 18. október 2024 19:30 Í 30 ár hef ég helgað líf mitt því að vinna með börnum og unglingum. Fyrir mér er kennarastarfið besta starf í heimi. Ég hef, ásamt mínum teymum, lagt á mig ómælda og óeigingjarna vinnu við að hlúa að börnum og unglingum. Kenna þeim og styðja, taka utan um þau og peppa, leiðbeina og hugga í lífsins ólgu sjó og jafnvel hjálpað sumum þeirra að lifa af daginn vegna ömurlegs lífs utan skólans og tilrauna til að enda líf sitt. Ég hef unnið langa daga og stundum nætur, ég er í stöðugri vinnu við að leita leiða til að gera enn betur, hjálpa nemendum að ná enn betri árangri og finna leiðir til að styðja þau enn betur út úr ógöngum eða vanlíðan. Ég hef menntað mig meira og meira til að vera enn sterkari fagmanneskja og til að geta enn betur tekist á við síbreytilegt starf í sífellt meira krefjandi samfélagi. Ég hef innleitt og prófað hin ýmsu verkfæri og tekið þátt í allskyns þróunarstarfi sem hefur verið til mikilla bóta bæði fyrir nemendur og mig sem fagmanneskju. Ég hef þurft að sitja undir niðurrifi byggt á vanþekkingu og ósanngirni með upphrópunum og getgátum í stað faglegrar umræðu en samt reyni ég að standa keik og stolt, nemendum mínum til hagsbóta, þegar ég sé að það sem ég er að gera skilar árangri. Ég hef reynslu af því að hitta og vinna verkefni með þúsundum kennara og stjórnenda á landinu öllu og séð þar upp til hópa fagfólk sem einnig leggur líf sitt, sál og fagmennsku í kennarastarfið. Í vinnu með nemendum í skóla fyrir alla er kennarinn alla daga, í samvinnu við samstarfsfólk, að útbúa námsumhverfi og verkefni sem eru til þess fallin að mæta ólíkum þörfum allra nemenda og samhliða að meta hvernig þeim gengur að vinna þau verkefni sem fyrir þau eru lögð. Eitt af hlutverkum kennara er að meta með fjölbreyttum hætti hvar barnið stendur miðað við fyrirlögð viðmið menntayfirvalda og bregðast við þegar hann sér að barnið er í vanda. Viðbrögðin felast í því að leita annarra leiða innan kennslufræðinnar til að styðja við barnið og leita aðstoðar teymisfélaga og stoðþjónustu þegar þess gerist þörf. Saman funda kennarar sem og aðrir sérfræðingar með aðstandendum til að leggja saman krafta sína í að finna leiðir til að styðja barn að bættum árangri og betri líðan. Við sem vinnum í skóla fyrir alla erum stöðugt að læra að verða betri í að búa til umhverfi fyrir öll börn. Börn sem eru sterk í listnámi, sterk í verknámi, sterk í bóknámi, börn sem standa höllum fæti vegna líkamlegrar fötlunar eða andlegrar, félagslegra erfiðleika, geðræns- eða tilfinningavanda, áhugaleysis, þroskaskerðingar, málþroskavanda eða vanrækslu. Öll hafa þessi börn styrkleika sem okkur ber að hjálpa þeim að sjá, virða og virkja til náms. Við búum til námsaðstæður fyrir barnið sem vegna fötlunar sinnar þarf öðruvísi umhverfi til að tileinka sér stafi og hljóð og þarf að læra að lesa í mjög litlum og hægfara skrefum, barn sem vegna fötlunar sinnar þarf sérhæft umhverfi til að komast í gegnum stutt einfalt verkefni, barn sem á í svo miklum vanda með athygli að hóst frá einu barni eða fugl að fljúga framhjá dregur huga þess langt frá orðum kennara eða verkefninu sem er í gangi, barn sem getur ekki einbeitt sér að námi með fleiri en 2-3 aðra í kringum sig, barn sem langar miklu meira að vera úti að leita að sniglum heldur en inni að reikna, enda tölurnar allar eins fyrir augum þess, unglinginn sem stöðugt pikkar og potar í bekkjarfélaga og gólar yfir stofuna vegna þess að því leiðist, barn sem kom í skólann eftir að hafa verið lamið heima hjá sér og er að berjast við vanlíðan og sjálfsniðurrif, unglinginn sem langar mest af öllu að kveðja þessa jarðvist og hugsar bara um næsta skammt af einhverju sem róar taugarnar, barn sem á enga vini og sónar út í kennslunni af því að það kvíðir fyrir frímínútum, barn sem hlakkar svo mikið til að fara í frímó og leika við vinina að það notar tímann meira í að tala við vini um frímó leikinn heldur en að vinna þau verkefni sem fyrir voru lögð og barnið sem veit að það á að fara í próf en sér ekki tilganginn með því og ræður ekki við sig af kvíða og vanlíðan. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Allt eru þetta verkefni fyrir kennarann til að leysa í samvinnu við aðra og það gerir kennarinn eftir að börnin eru farin heim á daginn. Þetta er vinnan okkar sem við vinnum af fagmennsku, hugsjón og krafti í skóla fyrir alla. Oft tekst okkur vel upp og stundum ekki eins vel, og þá þarf að halda áfram að leita lausna. Allt þetta gera kennarar á hverjum degi þrátt fyrir stöðugt niðurrif og vantraust á starfi þeirra í fjölmiðlum. Oft kemur það niðurrif frá fólki sem er eflaust sérfræðingar á sínum sviðum en hefur ekki sérfræðiþekkingu á kennslufræðum. Mörg þeirra virðast samt hafa góða reynslu af skóla sinna barna en geta á sama tíma fullyrt að skólakerfið sé ónýtt eða að þar ríki neyðarástand. Það er einhver þversögn í því. Ætli það fólk átti sig á því hvaða afleiðingar það getur haft að rífa niður með upphrópunum og órökstuddum skoðunum, án þess að eiga faglega rýni til gagns? Ætli það fólk haldi í fúlustu alvöru að skólafólk sé EKKI að rýna, ræða og rannsaka versnandi árangur í ákveðnum prófum án þess að það fari fram opinberlega? Hversu lengi er hægt að bjóða nemendum og starfsfólki skóla upp á slíkt áður en eitthvað hrynur raunverulega? Nýverið las ég haft eftir stjórnmálamanneskju að „skólakerfið yrði ekki endurreist með sérfræðiþekkingu heldur með almennri skynsemi, samræmdum mælingum og upplýsingastreymi“. Á sama tíma og í gangi er herferð með þá yfirskrift að fjárfesta í kennurum þá get ég ekki neitað því að ég velti fyrir mér hvort við kennarar ættum ekki bara frekar að leita í önnur störf og leyfa skynsömu fólki að sjá um skólana okkar og börnin okkar. Þau geta þá lagt bara fyrir eitt próf fyrir öll börn, fötluð og ófötluð, glöð og döpur, vanrækt og vel nestuð, íslenskumælandi og ekki og skrifað svo um það í fjölmiðlum hvaða skólar eru góðir og hverjir slæmir miðað við niðurstöðurnar óháð forsendum barnanna sem tóku prófið. Ég brenn fyrir starfi í skóla fyrir öll börn. Við viljum að öll börn tilheyri og fái að njóta sín út frá sínum styrkleikum, enda ber okkur skv. grunnskólalögum, aðalnámskrá og stefnu um skóla fyrir alla að vinna samkvæmt því. Öll börn munu ekki tilheyra þegar búið er að flokka þau og skólana þeirra eins og framleiðsluvöru út frá niðurstöðum í krossaprófi sem mælir afmarkaða þætti bóknáms. Höfundur er kennari og skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í 30 ár hef ég helgað líf mitt því að vinna með börnum og unglingum. Fyrir mér er kennarastarfið besta starf í heimi. Ég hef, ásamt mínum teymum, lagt á mig ómælda og óeigingjarna vinnu við að hlúa að börnum og unglingum. Kenna þeim og styðja, taka utan um þau og peppa, leiðbeina og hugga í lífsins ólgu sjó og jafnvel hjálpað sumum þeirra að lifa af daginn vegna ömurlegs lífs utan skólans og tilrauna til að enda líf sitt. Ég hef unnið langa daga og stundum nætur, ég er í stöðugri vinnu við að leita leiða til að gera enn betur, hjálpa nemendum að ná enn betri árangri og finna leiðir til að styðja þau enn betur út úr ógöngum eða vanlíðan. Ég hef menntað mig meira og meira til að vera enn sterkari fagmanneskja og til að geta enn betur tekist á við síbreytilegt starf í sífellt meira krefjandi samfélagi. Ég hef innleitt og prófað hin ýmsu verkfæri og tekið þátt í allskyns þróunarstarfi sem hefur verið til mikilla bóta bæði fyrir nemendur og mig sem fagmanneskju. Ég hef þurft að sitja undir niðurrifi byggt á vanþekkingu og ósanngirni með upphrópunum og getgátum í stað faglegrar umræðu en samt reyni ég að standa keik og stolt, nemendum mínum til hagsbóta, þegar ég sé að það sem ég er að gera skilar árangri. Ég hef reynslu af því að hitta og vinna verkefni með þúsundum kennara og stjórnenda á landinu öllu og séð þar upp til hópa fagfólk sem einnig leggur líf sitt, sál og fagmennsku í kennarastarfið. Í vinnu með nemendum í skóla fyrir alla er kennarinn alla daga, í samvinnu við samstarfsfólk, að útbúa námsumhverfi og verkefni sem eru til þess fallin að mæta ólíkum þörfum allra nemenda og samhliða að meta hvernig þeim gengur að vinna þau verkefni sem fyrir þau eru lögð. Eitt af hlutverkum kennara er að meta með fjölbreyttum hætti hvar barnið stendur miðað við fyrirlögð viðmið menntayfirvalda og bregðast við þegar hann sér að barnið er í vanda. Viðbrögðin felast í því að leita annarra leiða innan kennslufræðinnar til að styðja við barnið og leita aðstoðar teymisfélaga og stoðþjónustu þegar þess gerist þörf. Saman funda kennarar sem og aðrir sérfræðingar með aðstandendum til að leggja saman krafta sína í að finna leiðir til að styðja barn að bættum árangri og betri líðan. Við sem vinnum í skóla fyrir alla erum stöðugt að læra að verða betri í að búa til umhverfi fyrir öll börn. Börn sem eru sterk í listnámi, sterk í verknámi, sterk í bóknámi, börn sem standa höllum fæti vegna líkamlegrar fötlunar eða andlegrar, félagslegra erfiðleika, geðræns- eða tilfinningavanda, áhugaleysis, þroskaskerðingar, málþroskavanda eða vanrækslu. Öll hafa þessi börn styrkleika sem okkur ber að hjálpa þeim að sjá, virða og virkja til náms. Við búum til námsaðstæður fyrir barnið sem vegna fötlunar sinnar þarf öðruvísi umhverfi til að tileinka sér stafi og hljóð og þarf að læra að lesa í mjög litlum og hægfara skrefum, barn sem vegna fötlunar sinnar þarf sérhæft umhverfi til að komast í gegnum stutt einfalt verkefni, barn sem á í svo miklum vanda með athygli að hóst frá einu barni eða fugl að fljúga framhjá dregur huga þess langt frá orðum kennara eða verkefninu sem er í gangi, barn sem getur ekki einbeitt sér að námi með fleiri en 2-3 aðra í kringum sig, barn sem langar miklu meira að vera úti að leita að sniglum heldur en inni að reikna, enda tölurnar allar eins fyrir augum þess, unglinginn sem stöðugt pikkar og potar í bekkjarfélaga og gólar yfir stofuna vegna þess að því leiðist, barn sem kom í skólann eftir að hafa verið lamið heima hjá sér og er að berjast við vanlíðan og sjálfsniðurrif, unglinginn sem langar mest af öllu að kveðja þessa jarðvist og hugsar bara um næsta skammt af einhverju sem róar taugarnar, barn sem á enga vini og sónar út í kennslunni af því að það kvíðir fyrir frímínútum, barn sem hlakkar svo mikið til að fara í frímó og leika við vinina að það notar tímann meira í að tala við vini um frímó leikinn heldur en að vinna þau verkefni sem fyrir voru lögð og barnið sem veit að það á að fara í próf en sér ekki tilganginn með því og ræður ekki við sig af kvíða og vanlíðan. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Allt eru þetta verkefni fyrir kennarann til að leysa í samvinnu við aðra og það gerir kennarinn eftir að börnin eru farin heim á daginn. Þetta er vinnan okkar sem við vinnum af fagmennsku, hugsjón og krafti í skóla fyrir alla. Oft tekst okkur vel upp og stundum ekki eins vel, og þá þarf að halda áfram að leita lausna. Allt þetta gera kennarar á hverjum degi þrátt fyrir stöðugt niðurrif og vantraust á starfi þeirra í fjölmiðlum. Oft kemur það niðurrif frá fólki sem er eflaust sérfræðingar á sínum sviðum en hefur ekki sérfræðiþekkingu á kennslufræðum. Mörg þeirra virðast samt hafa góða reynslu af skóla sinna barna en geta á sama tíma fullyrt að skólakerfið sé ónýtt eða að þar ríki neyðarástand. Það er einhver þversögn í því. Ætli það fólk átti sig á því hvaða afleiðingar það getur haft að rífa niður með upphrópunum og órökstuddum skoðunum, án þess að eiga faglega rýni til gagns? Ætli það fólk haldi í fúlustu alvöru að skólafólk sé EKKI að rýna, ræða og rannsaka versnandi árangur í ákveðnum prófum án þess að það fari fram opinberlega? Hversu lengi er hægt að bjóða nemendum og starfsfólki skóla upp á slíkt áður en eitthvað hrynur raunverulega? Nýverið las ég haft eftir stjórnmálamanneskju að „skólakerfið yrði ekki endurreist með sérfræðiþekkingu heldur með almennri skynsemi, samræmdum mælingum og upplýsingastreymi“. Á sama tíma og í gangi er herferð með þá yfirskrift að fjárfesta í kennurum þá get ég ekki neitað því að ég velti fyrir mér hvort við kennarar ættum ekki bara frekar að leita í önnur störf og leyfa skynsömu fólki að sjá um skólana okkar og börnin okkar. Þau geta þá lagt bara fyrir eitt próf fyrir öll börn, fötluð og ófötluð, glöð og döpur, vanrækt og vel nestuð, íslenskumælandi og ekki og skrifað svo um það í fjölmiðlum hvaða skólar eru góðir og hverjir slæmir miðað við niðurstöðurnar óháð forsendum barnanna sem tóku prófið. Ég brenn fyrir starfi í skóla fyrir öll börn. Við viljum að öll börn tilheyri og fái að njóta sín út frá sínum styrkleikum, enda ber okkur skv. grunnskólalögum, aðalnámskrá og stefnu um skóla fyrir alla að vinna samkvæmt því. Öll börn munu ekki tilheyra þegar búið er að flokka þau og skólana þeirra eins og framleiðsluvöru út frá niðurstöðum í krossaprófi sem mælir afmarkaða þætti bóknáms. Höfundur er kennari og skólastjóri
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun