Íslensku stelpurnar Evrópumeistarar í fjórða sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:47 Íslenska kvennalandsliðið átti frábæran dag þegar allt var undir og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Fimleikasamband Íslands Ísland eignaðist Evrópumeistara í hópfimleikum í dag þegar íslenska kvennalandsliðið tryggði sér glæsilegan sigur á EM í Bakú í Aserbaísjan. Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira