„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni" Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2024 17:03 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var skiljanlega sár og svekkur að leik loknum. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég ræði frammistöðu dómara þessa leiks. Fyrir það fyrsta rænir Elías okkur vítaspyrnu þegar Hinrik er felldur í fyrri hálfleiknum. Svo veit ég ekki hvað í ósköpunum þeir dæma á þegar við skorum í uppbótartíma. Það var óskiljanlegt og svo er brotið á Johannesi Vall í aðdraganda þess að þeir skora sigurmarkið," sagði Jón Þór sem var heitt í hamsi. „Þetta var geggjaður fótboltaleikur og mínir menn stóðu sig framúrskarandi vel. Því miður er ekki hægt að segja það sama um dómarana sem voru sendir í þetta verkefni. Það er auðvitað gríðarlegt dómgreindarleysi af hálfu KSÍ að senda Erlend í það verk að vera fjórði dómari í þessum leik í ljósi þess að hann gerði afdrifarík mistök í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. Þá er ég ekki að segja að Erlendur hafi haft úrslitaáhrif í þessum leik, það var Elías, en það var erfitt og afar óheppilegt að það væri Erlendur sem væri að reyna að útskýra þessar fáránlegar ákvarðanir. Við ætluðum að teikna upp úrslitaleik við Val um Evrópusæti í lokaumferðinni en því var einfadlega hrifsað úr höndum okkar af utanaðkomandi aðilum. Það er ólýsanlega svekkjandi,“ sagði Skagamaðurinn sótillur. Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég ræði frammistöðu dómara þessa leiks. Fyrir það fyrsta rænir Elías okkur vítaspyrnu þegar Hinrik er felldur í fyrri hálfleiknum. Svo veit ég ekki hvað í ósköpunum þeir dæma á þegar við skorum í uppbótartíma. Það var óskiljanlegt og svo er brotið á Johannesi Vall í aðdraganda þess að þeir skora sigurmarkið," sagði Jón Þór sem var heitt í hamsi. „Þetta var geggjaður fótboltaleikur og mínir menn stóðu sig framúrskarandi vel. Því miður er ekki hægt að segja það sama um dómarana sem voru sendir í þetta verkefni. Það er auðvitað gríðarlegt dómgreindarleysi af hálfu KSÍ að senda Erlend í það verk að vera fjórði dómari í þessum leik í ljósi þess að hann gerði afdrifarík mistök í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. Þá er ég ekki að segja að Erlendur hafi haft úrslitaáhrif í þessum leik, það var Elías, en það var erfitt og afar óheppilegt að það væri Erlendur sem væri að reyna að útskýra þessar fáránlegar ákvarðanir. Við ætluðum að teikna upp úrslitaleik við Val um Evrópusæti í lokaumferðinni en því var einfadlega hrifsað úr höndum okkar af utanaðkomandi aðilum. Það er ólýsanlega svekkjandi,“ sagði Skagamaðurinn sótillur.
Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira