Spurt um áhuga fólks á Degi í forystu í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 09:43 Dagur var borgarstjóri í Reykjavík en nú er verið að kanna hvort áhugi sé á að fá hann í landspólitík. Vísir/Vilhelm og Prósent Keyptar voru spurningar í spurningavagn Prósents til að kanna áhuga á framboði Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra fyrir Samfylkinguna. Fjallað er um málið á vef Morgunblaðsins en þar kemur fram að flokkurinn sjálfur hafi ekki keypt spurningarnar og að þau viti ekki hver keypti þeir. Þar er einnig vísað í samtal við Dag þar sem hann sagði óvíst hvort að hann ætli að bjóða sig fram. Það væri í vinnslu innan flokksins. Spurt var hversu jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart því að Dagur byði sig fram í Reykjavík.Prósent Í frétt mbl.is segir að í spurningavagninum hafi fólk verið spurt um allskonar málefni en svo spurt hvernig því litist á að hafa Dag í forystu fyrir Samfylkinguna í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Þá kemur einnig fram í frétt mbl.is að niðurstaða úr slíkum spurningum er ekki birt almenningi nema áhugi hafi verið hjá einhverjum að kaupa þær. Fjöldi framboða en ekki í fyrsta Fjölmargir hafa gefið út síðustu daga að þeir ætli sér fram fyrir Samfylkinguna. Síðast Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, tvö af þríeykinu þekkta. Þau eru þó ekki í Reykjavíkurkjördæmunum. Gert er ráð fyrir að formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, leiði þar lista í Reykjavík suður eins og hún gerði í síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir leiddi lista flokksins í Reykjavík norður í síðustu kosningum en hún hætti á þingi á kjörtímabilinu. Fyrir hana kom inn á þing Dagbjört Hákonardóttir. Hún sækist eftir áframhaldandi þingsetu og 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá hafa þeir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, gefið út að þeir stefni á lista í Reykjavík, en ekki það fyrsta. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. 18. október 2024 11:32 Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. 16. október 2024 13:48 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Fjallað er um málið á vef Morgunblaðsins en þar kemur fram að flokkurinn sjálfur hafi ekki keypt spurningarnar og að þau viti ekki hver keypti þeir. Þar er einnig vísað í samtal við Dag þar sem hann sagði óvíst hvort að hann ætli að bjóða sig fram. Það væri í vinnslu innan flokksins. Spurt var hversu jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart því að Dagur byði sig fram í Reykjavík.Prósent Í frétt mbl.is segir að í spurningavagninum hafi fólk verið spurt um allskonar málefni en svo spurt hvernig því litist á að hafa Dag í forystu fyrir Samfylkinguna í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Þá kemur einnig fram í frétt mbl.is að niðurstaða úr slíkum spurningum er ekki birt almenningi nema áhugi hafi verið hjá einhverjum að kaupa þær. Fjöldi framboða en ekki í fyrsta Fjölmargir hafa gefið út síðustu daga að þeir ætli sér fram fyrir Samfylkinguna. Síðast Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, tvö af þríeykinu þekkta. Þau eru þó ekki í Reykjavíkurkjördæmunum. Gert er ráð fyrir að formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, leiði þar lista í Reykjavík suður eins og hún gerði í síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir leiddi lista flokksins í Reykjavík norður í síðustu kosningum en hún hætti á þingi á kjörtímabilinu. Fyrir hana kom inn á þing Dagbjört Hákonardóttir. Hún sækist eftir áframhaldandi þingsetu og 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá hafa þeir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, gefið út að þeir stefni á lista í Reykjavík, en ekki það fyrsta.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. 18. október 2024 11:32 Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. 16. október 2024 13:48 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. 18. október 2024 11:32
Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. 16. október 2024 13:48