Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 07:01 Orri Sigurður Ómarsson var ekki sáttur með að derhúfan hafi verið tekin af bróður sínum. Vísir/Diego Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03
„Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39