Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 22:48 Björn Brynjúlfur Björnsson Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“ Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“
Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira