Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 22:48 Björn Brynjúlfur Björnsson Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“ Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“
Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira