Sárnar umræðan síðustu daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. október 2024 19:21 Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára. Vísir/Einar Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum. Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira