Sjáðu boxið þar sem Arnar tekur út bann í úrslitaleiknum: „Þetta er erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 23. október 2024 09:01 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, sýndi okkur boxið víðfræga sem hann mun halda til í þegar að Víkingur og Breiðablik etja kappi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Víkingsvelli á sunnudaginn næstkomandi. Arnar tekur út leikbann í leiknum. Vísir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, mun ekki geta hvatt sína menn áfram frá hliðarlínunni í úrslitaleik Bestu deildarinnar gegn Breiðabliki um komandi helgi. Þess í stað verður hann í boxi í stúku Víkingsvallar og tekur út leikbann. Við ræddum við Arnar og litum við í boxinu fræga. Eftir að hafa fagnað sigurmarki Víkings í dramatískum 4-3 sigri gegn ÍA á dögunum innilega fékk Arnar að líta gula spjaldið kom fljótt í ljós að hann hefði safnað fjórum gulum spjöldum og væri þar með kominn í leikbann sem kemur á versta tíma. Arnar, sem hafði ekki hugmynd um það að eitt gult spjald til viðbótar þýddi leikbann fyrir hann, verður í banni í sjálfum úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki á sunnudaginn kemur. Þetta verður fimmti leikurinn á yfirstandandi tímabili þar sem að Arnar tekur út leikbann. Hingað til í heimaleikjum Víkinga þar sem að það hefur verið raunin hefur Arnar haldið til í boxi í stúkunni fyrir miðju vallarins. Box sem væri kannski hægt að kalla frægasta box landsins og í innslaginu hér fyrir neðan fer Arnar með okkur í boxið og við tökum á honum stöðuna. Allt annað líf „Ég er ekki að djóka þegar að ég segi að við höfum spáð í því,“ svarar Arnar þegar að ég minnist á gömul ummæli hans í viðtali okkar á milli fyrr á tímabilinu þar sem að hann lýsti aðdáun sinni á því sjónarhorni sem hann hefur af leikjum Víkinga úr boxinu og möguleikanum á því að stýra liði sínu þaðan. Allardyce í símanum uppi í stúku sem stjóri Blackburn Rovers.Vísir/Getty „Kannski sér í lagi í fyrri hálfleik í þeim leikjum sem við spilum. Ég veit ekki hvort að menn muna eftir því úr ensku deildinni en stjórar eins og Sam Allardyce og fleiri áttu það til að vera upp í stúku með forláta síma við hlið sér og gátu í gegnum hann verið í sambandi við sitt teymi á varamannabekknum. Þar sem að Arnar tekur út leikbann má hann ekki vera í samskiptum við teymi sitt á varamannabekknum en hafandi samanburðinn á því að sjá leik sinna manna frá hliðarlínunni og svo úr stúkunni er staða hans ljós. „Maður sér ekki rassgat frá hliðarlínunni. Oft heldurðu að ákveðnir hlutir inn á vellinum séu að eiga sér stað út frá einhverju ákveðnu en svo kemurðu inn í klefa í hálfleik, sérð klippur frá fyrri hálfleiknum og ástæðan fyrir þeim er bara allt önnur en þú hélst. Það yrðu þó langar boðleiðir úr boxinu á varamannabekkinn. Yrði erfitt að framkvæma. En klárlega ættu þjálfarar að vera í svona stöðu. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mörg lið eru að fá leikgreinendur til liðs við sig. Þeir eru í þessar stöðu með tækjabúnað og þeir hafa samskipti við bekkinn. Þetta er allt annað útsýni. Allt annað líf.“ Nagandi neglur í níutíu mínútur Þau sem hafa þó fylgst með Arnari á hliðarlínunni í leikjum Víkings taka þó eftir því að hann er ansi líflegur og er gjarn á að nýta allan boðvanginn. Á erfitt með að sitja bara á bekknum og fylgjast með. Boxið sem hann mun húka í í stúkunni á Víkingsvelli rétt rúmar hins vegar bara tvær manneskjur og svo vill til að það verður fullskipað í úrslitaleiknum á sunnudaginn þar sem að Arnar og Sverrir vallarþulur munu fylgjast með leiknum saman. Arnar getur því strunsað um boxið eins og hann gerir í boðvanginum. „Þetta er alveg hræðilegt upp á það að gera. Maður er bara að horfa á leikinn. Svo er ég með tölvu hérna á borðinu fyrir framan mig því að ég vil líka horfa á útsendingu Stöð 2 Sport frá leiknum…Þetta er erfitt. Þú ert nagandi neglurnar í níutíu mínútur og getur ekkert gert. Ert frekar hjálparvana.“ Ljóst er að færri munu komast að en vilja á úrslitaleik Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks á sunnudaginn kemur þar sem að Víkingum nægir jafntefli til þess að verja Íslandsmeistaratitilinn. Sigri Breiðablik hins vegar er titillinn á leið í Kópavoginn á nýjan leik. Stemningin verður mögnuð á leiknum. Það er hægt að slá því föstu. Arnar mun fá hana beint í æð úr stúkunni. „Ultras hópur Víkinga er staðsettur hérna við hliðina á boxinu. Það eru þvílík læti sem berast frá þeim á venjulegum leik inn í boxið. Maður greinir varla sínar eigin hugsanir vegna látanna. Ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta verður á sunnudaginn. Þetta verður eitthvað súrealískt. Að vera hérna, inni í þessu boxi, í hringiðunni og stemningunni. Verður öðruvísi. En ég hefði klárlega miklu frekar viljað vera á hliðarlínunni.“ Leikurinn á sunnudaginn verður fimmti leikurinn á yfirstandandi tímabili þar sem að Arnar tekur út leikbann. Hann er ekki stoltur af þeirri staðreynd en finnur þó huggun í því að lið hans er í góðum höndum hjá aðstoðarþjálfaranum Sölva Geir Ottesen og restinni af þjálfarateyminu. Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í fjarveru Arnars GunnlaugssonarVísir/Anton Brink „Hann hefur fengið eldskírn í sumar og undanfarin ár. Sölvi er með sterka nærveru á hliðarlínunni. Ég treysti honum fullkomlega. Þá er liðið okkar líka vel rútínerað í strúktúr. Annars hefðum við aldrei geta gert það sem við höfum verið að gera í sumar. Að vera berjast á öllum vígstöðvum og spilað á svona mörgum leikmönnum okkar leikkerfi en samt haldið dampi. Við erum með plan A, B, C, D og örugglega fram í Z varðandi það hvað gerist í mismunandi aðstæðum. Þeir vita alveg hvernig ég hugsa og hafa hingað til gert allt rétt.“ Grunlaus um spjaldastöðu sína Í innslaginu hér fyrir neðan fer Arnar yfir viðbrögð sín við banninu sem hann fékk eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum. Það síðasta, sem staðfesti leikbann hans í úrslitaleiknum, fékk Arnar fyrir að hafa fagnað sigurmarki Víkinga gegn ÍA í síðustu umferð af mikilli innlifun. Arnar sjálfur hafði ekki hugmynd um að hann væri á hættusvæði hvað gulu spjöldin varðar en var þó með stöðu leikmanna sinna á hreinu. „Fyrstu viðbrögð voru á þá leið að hugsa með sjálfum sér hvað maður væri vitlaus og hvernig þetta hafi farið fram hjá manni. Að vera ekki með töluna á hreinu. Svo fór ég að hugsa af hverju þurfti ég að vera fagna. Sem betur fer var Stúkan á dagskrá Stöðvar 2 Sport eftir að ég fékk fréttirnar. Þar sá ég fagnaðarlætin og hversu innilegt þetta var. Þá lét maður þetta slæda.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Eftir að hafa fagnað sigurmarki Víkings í dramatískum 4-3 sigri gegn ÍA á dögunum innilega fékk Arnar að líta gula spjaldið kom fljótt í ljós að hann hefði safnað fjórum gulum spjöldum og væri þar með kominn í leikbann sem kemur á versta tíma. Arnar, sem hafði ekki hugmynd um það að eitt gult spjald til viðbótar þýddi leikbann fyrir hann, verður í banni í sjálfum úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki á sunnudaginn kemur. Þetta verður fimmti leikurinn á yfirstandandi tímabili þar sem að Arnar tekur út leikbann. Hingað til í heimaleikjum Víkinga þar sem að það hefur verið raunin hefur Arnar haldið til í boxi í stúkunni fyrir miðju vallarins. Box sem væri kannski hægt að kalla frægasta box landsins og í innslaginu hér fyrir neðan fer Arnar með okkur í boxið og við tökum á honum stöðuna. Allt annað líf „Ég er ekki að djóka þegar að ég segi að við höfum spáð í því,“ svarar Arnar þegar að ég minnist á gömul ummæli hans í viðtali okkar á milli fyrr á tímabilinu þar sem að hann lýsti aðdáun sinni á því sjónarhorni sem hann hefur af leikjum Víkinga úr boxinu og möguleikanum á því að stýra liði sínu þaðan. Allardyce í símanum uppi í stúku sem stjóri Blackburn Rovers.Vísir/Getty „Kannski sér í lagi í fyrri hálfleik í þeim leikjum sem við spilum. Ég veit ekki hvort að menn muna eftir því úr ensku deildinni en stjórar eins og Sam Allardyce og fleiri áttu það til að vera upp í stúku með forláta síma við hlið sér og gátu í gegnum hann verið í sambandi við sitt teymi á varamannabekknum. Þar sem að Arnar tekur út leikbann má hann ekki vera í samskiptum við teymi sitt á varamannabekknum en hafandi samanburðinn á því að sjá leik sinna manna frá hliðarlínunni og svo úr stúkunni er staða hans ljós. „Maður sér ekki rassgat frá hliðarlínunni. Oft heldurðu að ákveðnir hlutir inn á vellinum séu að eiga sér stað út frá einhverju ákveðnu en svo kemurðu inn í klefa í hálfleik, sérð klippur frá fyrri hálfleiknum og ástæðan fyrir þeim er bara allt önnur en þú hélst. Það yrðu þó langar boðleiðir úr boxinu á varamannabekkinn. Yrði erfitt að framkvæma. En klárlega ættu þjálfarar að vera í svona stöðu. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mörg lið eru að fá leikgreinendur til liðs við sig. Þeir eru í þessar stöðu með tækjabúnað og þeir hafa samskipti við bekkinn. Þetta er allt annað útsýni. Allt annað líf.“ Nagandi neglur í níutíu mínútur Þau sem hafa þó fylgst með Arnari á hliðarlínunni í leikjum Víkings taka þó eftir því að hann er ansi líflegur og er gjarn á að nýta allan boðvanginn. Á erfitt með að sitja bara á bekknum og fylgjast með. Boxið sem hann mun húka í í stúkunni á Víkingsvelli rétt rúmar hins vegar bara tvær manneskjur og svo vill til að það verður fullskipað í úrslitaleiknum á sunnudaginn þar sem að Arnar og Sverrir vallarþulur munu fylgjast með leiknum saman. Arnar getur því strunsað um boxið eins og hann gerir í boðvanginum. „Þetta er alveg hræðilegt upp á það að gera. Maður er bara að horfa á leikinn. Svo er ég með tölvu hérna á borðinu fyrir framan mig því að ég vil líka horfa á útsendingu Stöð 2 Sport frá leiknum…Þetta er erfitt. Þú ert nagandi neglurnar í níutíu mínútur og getur ekkert gert. Ert frekar hjálparvana.“ Ljóst er að færri munu komast að en vilja á úrslitaleik Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks á sunnudaginn kemur þar sem að Víkingum nægir jafntefli til þess að verja Íslandsmeistaratitilinn. Sigri Breiðablik hins vegar er titillinn á leið í Kópavoginn á nýjan leik. Stemningin verður mögnuð á leiknum. Það er hægt að slá því föstu. Arnar mun fá hana beint í æð úr stúkunni. „Ultras hópur Víkinga er staðsettur hérna við hliðina á boxinu. Það eru þvílík læti sem berast frá þeim á venjulegum leik inn í boxið. Maður greinir varla sínar eigin hugsanir vegna látanna. Ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta verður á sunnudaginn. Þetta verður eitthvað súrealískt. Að vera hérna, inni í þessu boxi, í hringiðunni og stemningunni. Verður öðruvísi. En ég hefði klárlega miklu frekar viljað vera á hliðarlínunni.“ Leikurinn á sunnudaginn verður fimmti leikurinn á yfirstandandi tímabili þar sem að Arnar tekur út leikbann. Hann er ekki stoltur af þeirri staðreynd en finnur þó huggun í því að lið hans er í góðum höndum hjá aðstoðarþjálfaranum Sölva Geir Ottesen og restinni af þjálfarateyminu. Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í fjarveru Arnars GunnlaugssonarVísir/Anton Brink „Hann hefur fengið eldskírn í sumar og undanfarin ár. Sölvi er með sterka nærveru á hliðarlínunni. Ég treysti honum fullkomlega. Þá er liðið okkar líka vel rútínerað í strúktúr. Annars hefðum við aldrei geta gert það sem við höfum verið að gera í sumar. Að vera berjast á öllum vígstöðvum og spilað á svona mörgum leikmönnum okkar leikkerfi en samt haldið dampi. Við erum með plan A, B, C, D og örugglega fram í Z varðandi það hvað gerist í mismunandi aðstæðum. Þeir vita alveg hvernig ég hugsa og hafa hingað til gert allt rétt.“ Grunlaus um spjaldastöðu sína Í innslaginu hér fyrir neðan fer Arnar yfir viðbrögð sín við banninu sem hann fékk eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum. Það síðasta, sem staðfesti leikbann hans í úrslitaleiknum, fékk Arnar fyrir að hafa fagnað sigurmarki Víkinga gegn ÍA í síðustu umferð af mikilli innlifun. Arnar sjálfur hafði ekki hugmynd um að hann væri á hættusvæði hvað gulu spjöldin varðar en var þó með stöðu leikmanna sinna á hreinu. „Fyrstu viðbrögð voru á þá leið að hugsa með sjálfum sér hvað maður væri vitlaus og hvernig þetta hafi farið fram hjá manni. Að vera ekki með töluna á hreinu. Svo fór ég að hugsa af hverju þurfti ég að vera fagna. Sem betur fer var Stúkan á dagskrá Stöðvar 2 Sport eftir að ég fékk fréttirnar. Þar sá ég fagnaðarlætin og hversu innilegt þetta var. Þá lét maður þetta slæda.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira