Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa 23. október 2024 13:35 Tómas Ellert sækist ekki lengur eftir sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Það gerir Karl Gauti hins vegar. Vísir Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira