Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 10:45 Skemmtiferðaskipum sem koma til Íslands hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Þau eru talin hafa samkeppnisforskot á innlendu ferðaþjónustu þar sem þau hafa fram að þessu greitt takmarkaða skatta til íslenska ríkisins. Vísir/Vilhelm Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. Kveðið er á um innviðagjaldið í frumvarpi starfsstjórnarinnar um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem gengur alla jafna undir nafninu bandormurinn. Fram að þessu hefur gistináttagjald verið innheimt af farþegum skemmtiferðaskipa. Gjaldið á að nema 2.500 krónum fyrir hverja selda gistinótt fyrir hvern farþega skemmtiferðaskipa í millilandasiglingum á meðan þau dvelja við landið. Tekjur af innviðagjaldinu eiga að nema 1,9 milljörðum króna á næsta ári, þar af 1,5 milljörðum umfram það sem hefði ella orðið af erlendu skipunum. Tilgangurinn með breytingunni er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu eins og mögulegt sé í ljósi þess að skemmtiferðaskipin hafi greitt takmörkuð gjöld hér á landi til þessa. Rekstraraðilar skemmtiferðaskipa í innanlandssiglinum greiða áfram gistináttaskatt fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring í skipi. Það er breyting frá núverandi fyrirkomulagi en gistináttaskatturinn hefur verið lagður á hverja selda gistináttaeiningu. Með þessu er sagt komið til móts við sjónarmið rekstraraðila um að einfaldara sé að rukka gjaldið af hverjum farþega þar sem sala á ferðum miðist við farþega en ekki klefa eða káetu. Þá er kveðið á um að gistináttaskattur myndi ekki lengur gjaldstofn til virðisaukaskatts. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kveðið er á um innviðagjaldið í frumvarpi starfsstjórnarinnar um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem gengur alla jafna undir nafninu bandormurinn. Fram að þessu hefur gistináttagjald verið innheimt af farþegum skemmtiferðaskipa. Gjaldið á að nema 2.500 krónum fyrir hverja selda gistinótt fyrir hvern farþega skemmtiferðaskipa í millilandasiglingum á meðan þau dvelja við landið. Tekjur af innviðagjaldinu eiga að nema 1,9 milljörðum króna á næsta ári, þar af 1,5 milljörðum umfram það sem hefði ella orðið af erlendu skipunum. Tilgangurinn með breytingunni er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu eins og mögulegt sé í ljósi þess að skemmtiferðaskipin hafi greitt takmörkuð gjöld hér á landi til þessa. Rekstraraðilar skemmtiferðaskipa í innanlandssiglinum greiða áfram gistináttaskatt fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring í skipi. Það er breyting frá núverandi fyrirkomulagi en gistináttaskatturinn hefur verið lagður á hverja selda gistináttaeiningu. Með þessu er sagt komið til móts við sjónarmið rekstraraðila um að einfaldara sé að rukka gjaldið af hverjum farþega þar sem sala á ferðum miðist við farþega en ekki klefa eða káetu. Þá er kveðið á um að gistináttaskattur myndi ekki lengur gjaldstofn til virðisaukaskatts.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira