Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. október 2024 15:01 Jói Fel og Kristín Eva borðuðu saman réttinn alla daga í sex mánuði. Veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, deilir hér uppskrift að máltíð sem hann og unnusta hans, Kristín Eva Sveinsdóttur hjúkrunarfræðingur, borðuðu á hverjum degi í sex mánuði áður hún steig á svið á heimsmeistaramótinu í fitness á Miami í sumar. Jóhannes og Kristín Eva eru bæði í fantaformi og eru dugleg að æfa saman. Kristín er til að mynda margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Jói segir í samtali við Vísi að þau hafi oft fengið spurningar frá fólki um hvað þau séu að borða. „Þetta er alltaf sami grunnurinn en svo kryddum við hann aðeins til svo að það sé ekki alltaf saman bragðið. Þetta er svakalega hollt og gott. Hvort fólk ætlar að grennast, þyngjast eða leitast eftir hollari lífstíl, þá er þetta það hollasta sem til er,“ segir hann. Hádegismatur fittness drottningarinnar - Fyrir tvo Hráefni: 500 g kjúklingur300 g elduð hrísgrjón, má skipta um híðis og venjuleg grjón600 g ferskt grænmeti. t.d brokkoli, sveppum, papriku, hvítkál, gulrætur og spínat, eða annað sem er til í ísskápnum hverju sinni.3 stk egg5 stk eggjahvítur. Aðferð: Skerið grænmeti niður og steikið á pönnu upp úr ólífuolíu.Steikið eggin sér og setjið til hliðar.Eldið kjúklinginn í ofni án þess að krydda.Sjóðið hrísgrjónin eins og stendur á pakkningunni.Skerið kjúklinginn niður og setjið á pönnuna ásamt hrísgrjónum og eggjum.Kryddið réttinn eftir á með ferskri basiliku, og eða steinselja, berki og safa af límónu eða sítrónu.Þá er gott að setja1-2 tsk af sesamolíu, sojasósu og ostrusósu. Jói heldur úti vefsíðunni eldabaka.is þar sem hann deilir fjölbreyttum uppskriftum. Matur Uppskriftir Heilsa Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist
Jóhannes og Kristín Eva eru bæði í fantaformi og eru dugleg að æfa saman. Kristín er til að mynda margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Jói segir í samtali við Vísi að þau hafi oft fengið spurningar frá fólki um hvað þau séu að borða. „Þetta er alltaf sami grunnurinn en svo kryddum við hann aðeins til svo að það sé ekki alltaf saman bragðið. Þetta er svakalega hollt og gott. Hvort fólk ætlar að grennast, þyngjast eða leitast eftir hollari lífstíl, þá er þetta það hollasta sem til er,“ segir hann. Hádegismatur fittness drottningarinnar - Fyrir tvo Hráefni: 500 g kjúklingur300 g elduð hrísgrjón, má skipta um híðis og venjuleg grjón600 g ferskt grænmeti. t.d brokkoli, sveppum, papriku, hvítkál, gulrætur og spínat, eða annað sem er til í ísskápnum hverju sinni.3 stk egg5 stk eggjahvítur. Aðferð: Skerið grænmeti niður og steikið á pönnu upp úr ólífuolíu.Steikið eggin sér og setjið til hliðar.Eldið kjúklinginn í ofni án þess að krydda.Sjóðið hrísgrjónin eins og stendur á pakkningunni.Skerið kjúklinginn niður og setjið á pönnuna ásamt hrísgrjónum og eggjum.Kryddið réttinn eftir á með ferskri basiliku, og eða steinselja, berki og safa af límónu eða sítrónu.Þá er gott að setja1-2 tsk af sesamolíu, sojasósu og ostrusósu. Jói heldur úti vefsíðunni eldabaka.is þar sem hann deilir fjölbreyttum uppskriftum.
Matur Uppskriftir Heilsa Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist