KA-strákarnir fengu að halda gullinu Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 13:31 Lið KA með bikarinn og medalíurnar eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem síðan var dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið. Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina. Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira
Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina.
Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira