Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 16:38 Víkingar fara tugum milljóna ríkari og með fullt sjálfstraust í úrslitaleikinn við Blika á sunnudaginn. vísir/Anton Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira