„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2024 17:47 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjáflari Víkings, á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. „Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
„Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira