„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2024 17:47 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjáflari Víkings, á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. „Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira