„Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 21:14 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. „Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
„Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira