Gerir engar kröfur um ráðherrastól Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 16:06 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi til Alþingis. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og vilja vera þingmaður fyrir alla landsmenn, fái hann þingsæti. Hann segir uppi mikla kröfu um nýja ríkisstjórn en gerir engar kröfur um ráðherrasæti myndi Samfylking nýja ríkisstjórn. Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46
Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36