Leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast í World Series Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 23:00 Japaninn Shohei Ohtani hefur átt ótrúlegt tímabil en hann er líka á ótrúlegum samningi. Los Angeles Dodgers getur orðið meistari í fyrsta sinn í fjögur ár. Getty/Sean M. Haffey Úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series, hefst í kvöld en hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Hafnabolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Hafnabolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira