„Þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. október 2024 21:58 Maté Dalmay var svekktur eftir leik Vísir / Anton Brink Haukar töpuðu gegn Stjörnunni 87-114. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir fjórða tap liðsins í röð en heldur enn í vonina um að liðið geti farið að vinna leiki. „Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira