Umsókn um stöðu kennara í (vonandi) nálægri framtíð Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir skrifar 26. október 2024 14:02 Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Kjaramál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun