Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 08:20 Holden Trent var valinn í nýliðavalinu í fyrra en hafði ekki enn fengið að spila með aðalliði félagsins. @MLSPA Bandaríska fótboltafélagið Philadelphia Union sagði frá andláti ungs markvarðar félagsins um helgina en gaf þó ekkert meira upp um hvað gerðist. Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira