Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 08:20 Holden Trent var valinn í nýliðavalinu í fyrra en hafði ekki enn fengið að spila með aðalliði félagsins. @MLSPA Bandaríska fótboltafélagið Philadelphia Union sagði frá andláti ungs markvarðar félagsins um helgina en gaf þó ekkert meira upp um hvað gerðist. Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira