Inga Sæland ætlar með Flokk fólksins upp í fimmtán prósent Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2024 12:17 Inga Sæland leikur við hvurn sinn fingur í Samtalinu hjá Heimi Má. Hún er kát og má vera það. Hún telur Maskína vanmeta þá bylgju sem hún finnur með Flokki fólksins og stefnir ótrauð með hann í fimmtán prósent. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er að vonum afar ánægð með niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Hún má vera það. „Ég er afskaplega ánægð, bjartsýn og brosandi. Ég finn vel þessa bylgju af hlýju og hvatningu hvert sem ég kem. Við getum ekkert annað en verið bjartsýn. Þetta gefur ákveðin fyrirheit um það sem raunverulega er að gerast í þjóðarsálinni og mér þykir afskaplega vænt um þetta,“ segir Inga. „Það var yndislegt að hafa Jakob“ Svo virðist sem breytingar á oddvitum kjördæmanna séu að falla vel í kramið hjá þeim sem svara í könnuninni? „Já. Veistu um einhvern sem ekki hefur breytt einhverju í sínum listum hjá þessum flokkum? Mér finnst ánægjulegt hversu mikillar athygli við höfum fengið að njóta vegna þessa en það er meginþemað hjá öllum að reyna að tefla fram þeim sem eru farsælastir fyrir sitt framboð. Annað væri ekki skiljanlegt.“ Fyrst Inga nefnir þetta er ekki úr vegi að spyrja hana út í viðbrögð Jakobs Frímanns Magnússonar sem sagði sig úr flokknum í kjölfarið og sendi frá sér yfirlýsingu sem skilja má á ýmsa vegu, þar sem hann talar meðal annars um lýðræðisleg vinnubrögð og hreinskiptni? „Ég er ekkert sammála Jakobi. Við höfum verið hreinskiptin. Hér eru lýðræðisleg vinnubrögð. Við erum yfirleitt 12 til 14 saman sem komum að helstu ákvörðunum, við erum bara ein stór hamingjusöm fjölskylda og við ætlum bara að stækka hana. Það var yndislegt að hafa Jakob,“ segir Inga að þannig hún hafi ekki upplifað það sem hann segir, ekki á neinum tímapunkti. Mikið af atkvæðum detta dauð niður Samkvæmt könnuninni eru nú sex flokkar á þingi, hvar Framsóknarflokkurinn er minnstur. Hvernig verður að skrúfa saman ríkisstjórn? „Sko, mér sýnist það falla rosalega á því hvað dettur mikið dautt af atkvæðum. Það skekkir það myndina. Flokkarnir þurfaekki að ná fimmtíu prósentum heldur meirihluta á þinginu. Þetta býður upp á ýmsa möguleika.“ Inga segir að ef mikið af atkvæðum detti niður dauð og ómerk þá hagnist þeir helst á því sem stærstir eru fyrir á því. „Því hefur verið haldið fram að þeim mun færri flokkar þeim mun auðveldara að mynda ríkisstjórn. Þó þetta gefi vísbendingu um hreyfinguna á fylginu þá á margt eftir að breytast, held ég. Við eigum til dæmis eftir að fara upp í 15 prósent. Hvað finnst þér um það?“ Telur Flokk fólksins eiga mikið inni Það væru fréttir. „Stærsti hópurinn okkar er ekki að svara þessu, þessum netkönnunum. Okkar kjósendur eru yngstu kjósendur og svo þeir elstu. Okkar sterkasta vígi eru 18 til 25 ára og svo eldra fólkið,“ Inga segir Maskínu hafa vanmetið Flokk fólksins og hana minnir að Heimir Már Pétursson hafi veifað framan í oddvitana 5,3 prósentum, að Flokkur fólksins væri að berjast fyrir lífi sínu og hvernig henni liði með það? „Þá fengum við sex kjördæmakjörna þingmenn og tæp 9 prósent. Þetta hefur alltaf verið svona. En þetta er í fyrsta skipti sem ég finn fyrir tilfinningu að það sé meira satt á ferðinni, ég skildi aldrei þessa könnun. Þetta er miklu stærri bylgja sem við erum að taka í fangið núna.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
„Ég er afskaplega ánægð, bjartsýn og brosandi. Ég finn vel þessa bylgju af hlýju og hvatningu hvert sem ég kem. Við getum ekkert annað en verið bjartsýn. Þetta gefur ákveðin fyrirheit um það sem raunverulega er að gerast í þjóðarsálinni og mér þykir afskaplega vænt um þetta,“ segir Inga. „Það var yndislegt að hafa Jakob“ Svo virðist sem breytingar á oddvitum kjördæmanna séu að falla vel í kramið hjá þeim sem svara í könnuninni? „Já. Veistu um einhvern sem ekki hefur breytt einhverju í sínum listum hjá þessum flokkum? Mér finnst ánægjulegt hversu mikillar athygli við höfum fengið að njóta vegna þessa en það er meginþemað hjá öllum að reyna að tefla fram þeim sem eru farsælastir fyrir sitt framboð. Annað væri ekki skiljanlegt.“ Fyrst Inga nefnir þetta er ekki úr vegi að spyrja hana út í viðbrögð Jakobs Frímanns Magnússonar sem sagði sig úr flokknum í kjölfarið og sendi frá sér yfirlýsingu sem skilja má á ýmsa vegu, þar sem hann talar meðal annars um lýðræðisleg vinnubrögð og hreinskiptni? „Ég er ekkert sammála Jakobi. Við höfum verið hreinskiptin. Hér eru lýðræðisleg vinnubrögð. Við erum yfirleitt 12 til 14 saman sem komum að helstu ákvörðunum, við erum bara ein stór hamingjusöm fjölskylda og við ætlum bara að stækka hana. Það var yndislegt að hafa Jakob,“ segir Inga að þannig hún hafi ekki upplifað það sem hann segir, ekki á neinum tímapunkti. Mikið af atkvæðum detta dauð niður Samkvæmt könnuninni eru nú sex flokkar á þingi, hvar Framsóknarflokkurinn er minnstur. Hvernig verður að skrúfa saman ríkisstjórn? „Sko, mér sýnist það falla rosalega á því hvað dettur mikið dautt af atkvæðum. Það skekkir það myndina. Flokkarnir þurfaekki að ná fimmtíu prósentum heldur meirihluta á þinginu. Þetta býður upp á ýmsa möguleika.“ Inga segir að ef mikið af atkvæðum detti niður dauð og ómerk þá hagnist þeir helst á því sem stærstir eru fyrir á því. „Því hefur verið haldið fram að þeim mun færri flokkar þeim mun auðveldara að mynda ríkisstjórn. Þó þetta gefi vísbendingu um hreyfinguna á fylginu þá á margt eftir að breytast, held ég. Við eigum til dæmis eftir að fara upp í 15 prósent. Hvað finnst þér um það?“ Telur Flokk fólksins eiga mikið inni Það væru fréttir. „Stærsti hópurinn okkar er ekki að svara þessu, þessum netkönnunum. Okkar kjósendur eru yngstu kjósendur og svo þeir elstu. Okkar sterkasta vígi eru 18 til 25 ára og svo eldra fólkið,“ Inga segir Maskínu hafa vanmetið Flokk fólksins og hana minnir að Heimir Már Pétursson hafi veifað framan í oddvitana 5,3 prósentum, að Flokkur fólksins væri að berjast fyrir lífi sínu og hvernig henni liði með það? „Þá fengum við sex kjördæmakjörna þingmenn og tæp 9 prósent. Þetta hefur alltaf verið svona. En þetta er í fyrsta skipti sem ég finn fyrir tilfinningu að það sé meira satt á ferðinni, ég skildi aldrei þessa könnun. Þetta er miklu stærri bylgja sem við erum að taka í fangið núna.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira