Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2024 10:01 Grétar Skúli Gunnarsson er sakaður um ýmislegt í úrskurði stjórnar KRAFT, sem Dómstóll ÍSÍ hefur nú tekið undir, en hafnar öllum ásökunum. Kraft.is Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingaþjálfari á Akureyri, hefur verið úrskurðaður í átta mánaða bann frá íþrótt sinni vegna ógnandi hegðunar og óíþróttamannslegrar framkomu á bikarmóti Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) fyrir ári síðan. Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum á mótinu högg, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Upphaflega úrskurðaði stjórn KRAFT Grétar Skúla í tólf mánaða bann vegna málsins, þann 15. ágúst síðastliðinn. Í samræmi við lög Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, úr því að úrskurðurinn var frá stjórn sérsambands en ekki óháðum dómstóli þess, var málinu skotið til Dómstóls ÍSÍ sem staðfesti bannið en stytti það um fjóra mánuði. Grétar Skúli áfrýjaði þeim úrskurði til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið eftir niðurstöðu hans. Mótmælir og málinu vísað frá síðasta vetur Í úrskurði Dómstóls ÍSÍ kemur fram að Grétar Skúli mótmæli öllum staðhæfingum um ámælisverða hegðun. Hann sakar stjórn KRAFT um að vinna gegn sér. Þá bendir hann á að málið hafi upphaflega verið kært til ÍSÍ í janúar, tæpum þremur mánuðum eftir hin kærðu atvik á bikarmótinu, en þá voru Grétar Skúli, Kraftlyftingafélag Akureyrar og formaðurinn Þorbergur Guðmundsson öll kærð þó að ásakanir beindust aðeins gegn Grétari Skúla. Dómstóll ÍSÍ vísaði þá málinu frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Eftir að stjórn KRAFT úrskurðaði svo sjálf í málinu, tíu mánuðum eftir bikarmótið, tók Dómstóll ÍSÍ hins vegar málið fyrir og þótti átta mánaða bann við hæfi, eftir að hafa metið frásagnir vitna, upplýsingar úr áverkavottorði og myndbandsupptökur, en einnig þau rök Grétars Skúla að langur tími væri liðinn frá atvikunum. Veitti tveimur högg Atvikin sem Grétar Skúli var dæmdur vegna, og eru rakin í úrskurði KRAFT, eru fimm talsins. Tvö eru vegna ofbeldis, eitt vegna ógnandi hegðunar og tvö vegna óviðeigandi ummæla. Grétar Skúli á að hafa veitt konu sem var aðstoðarmaður keppanda á mótinu högg með olnboga í brjóstkassa hennar, þegar þau mættust í dyragætt að áhorfendasal. Mun höggið hafa verið án fyrirvara og staðfest af vitnum ásamt áverkavottorði, og mun það hafa verið kært til lögreglu. Grétar Skúli hafnar þessum lýsingum og segir konuna hafa í gegnum tíðina reynt að bregða fyrir sig fæti með „tilefnislausum kærum“ til lögreglu. Segir hann að þau hefðu ekki rekist saman ef konan hefði horft fram fyrir sig. Úr málatilbúnaði KRAFT. „Varnaraðili“ er Grétar Skúli. Annað högg á hann að hafa veitt öðrum þjálfara á mótinu, með því að „keyra öxlina í axlar- eða bringusvæði“ hans við dyragætt að upphitunarsvæði mótsins, þegar sá aðili var að ræða við konuna sem fékk fyrra höggið. Grétar Skúli segir þröngt hafa verið á mótinu og að hafi hann rekist í viðkomandi hafi það ekki verið viljaverk. Talaði um typpalykt af ólinni Þriðja atvikið fólst í því að Grétar Skúli hefði sýnt ógnandi hegðun á upphitunarsvæði, og til að mynda rekið krepptan hnefa framan í keppanda og „sagt hárri röddu að keppandi á vegum Kraftlyftingafélags Akureyrar væri væntanlegur og að þeir myndu henda öðrum keppendum burt til þess að búa til pláss.“ Þá lýsa vitni því að þegar keppni í kvennaflokki hafi staðið yfir hafi Grétar Skúli ásamt öðrum liðsmönnum KFA viðhaft óviðeigandi ummæli um að „vond lykt væri af ól sem varnaraðili [Grétar Skúli] hafi notað við að vefja keppanda KFA þar sem hann væri alltaf að vefja ólinni um typpið á sér,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Úr málatilbúnaði Grétars Skúla, varnaraðila í málinu. Á mótið vantaði svokallaðar metaskífur sem varð til þess að keppni seinkaði. Fimmta atvikið sem nefnt er í úrskurði KRAFT snýr að hegðun Grétars Skúla vegna þessa, en hann mun hafa sakað dómara, sem jafnframt eru stjórnarmenn í KRAFT, um að láta skífurnar gleymast viljandi, og einnig hafa sagt að „fáránlegt væri að setja konur í þetta hlutverk því þær gætu ekki staðið við svona verkefni“. Ýmis önnur óviðeigandi ummæli hafi fallið sem staðfest séu í skýrslu dómara. Eins og fyrr segir hafnar Grétar Skúli þessari atvikalýsingu allri og kveðst ekkert hafa gert rangt, og hefur hann áfrýjað úrskurði Dómstóls ÍSÍ. Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira
Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum á mótinu högg, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Upphaflega úrskurðaði stjórn KRAFT Grétar Skúla í tólf mánaða bann vegna málsins, þann 15. ágúst síðastliðinn. Í samræmi við lög Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, úr því að úrskurðurinn var frá stjórn sérsambands en ekki óháðum dómstóli þess, var málinu skotið til Dómstóls ÍSÍ sem staðfesti bannið en stytti það um fjóra mánuði. Grétar Skúli áfrýjaði þeim úrskurði til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið eftir niðurstöðu hans. Mótmælir og málinu vísað frá síðasta vetur Í úrskurði Dómstóls ÍSÍ kemur fram að Grétar Skúli mótmæli öllum staðhæfingum um ámælisverða hegðun. Hann sakar stjórn KRAFT um að vinna gegn sér. Þá bendir hann á að málið hafi upphaflega verið kært til ÍSÍ í janúar, tæpum þremur mánuðum eftir hin kærðu atvik á bikarmótinu, en þá voru Grétar Skúli, Kraftlyftingafélag Akureyrar og formaðurinn Þorbergur Guðmundsson öll kærð þó að ásakanir beindust aðeins gegn Grétari Skúla. Dómstóll ÍSÍ vísaði þá málinu frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Eftir að stjórn KRAFT úrskurðaði svo sjálf í málinu, tíu mánuðum eftir bikarmótið, tók Dómstóll ÍSÍ hins vegar málið fyrir og þótti átta mánaða bann við hæfi, eftir að hafa metið frásagnir vitna, upplýsingar úr áverkavottorði og myndbandsupptökur, en einnig þau rök Grétars Skúla að langur tími væri liðinn frá atvikunum. Veitti tveimur högg Atvikin sem Grétar Skúli var dæmdur vegna, og eru rakin í úrskurði KRAFT, eru fimm talsins. Tvö eru vegna ofbeldis, eitt vegna ógnandi hegðunar og tvö vegna óviðeigandi ummæla. Grétar Skúli á að hafa veitt konu sem var aðstoðarmaður keppanda á mótinu högg með olnboga í brjóstkassa hennar, þegar þau mættust í dyragætt að áhorfendasal. Mun höggið hafa verið án fyrirvara og staðfest af vitnum ásamt áverkavottorði, og mun það hafa verið kært til lögreglu. Grétar Skúli hafnar þessum lýsingum og segir konuna hafa í gegnum tíðina reynt að bregða fyrir sig fæti með „tilefnislausum kærum“ til lögreglu. Segir hann að þau hefðu ekki rekist saman ef konan hefði horft fram fyrir sig. Úr málatilbúnaði KRAFT. „Varnaraðili“ er Grétar Skúli. Annað högg á hann að hafa veitt öðrum þjálfara á mótinu, með því að „keyra öxlina í axlar- eða bringusvæði“ hans við dyragætt að upphitunarsvæði mótsins, þegar sá aðili var að ræða við konuna sem fékk fyrra höggið. Grétar Skúli segir þröngt hafa verið á mótinu og að hafi hann rekist í viðkomandi hafi það ekki verið viljaverk. Talaði um typpalykt af ólinni Þriðja atvikið fólst í því að Grétar Skúli hefði sýnt ógnandi hegðun á upphitunarsvæði, og til að mynda rekið krepptan hnefa framan í keppanda og „sagt hárri röddu að keppandi á vegum Kraftlyftingafélags Akureyrar væri væntanlegur og að þeir myndu henda öðrum keppendum burt til þess að búa til pláss.“ Þá lýsa vitni því að þegar keppni í kvennaflokki hafi staðið yfir hafi Grétar Skúli ásamt öðrum liðsmönnum KFA viðhaft óviðeigandi ummæli um að „vond lykt væri af ól sem varnaraðili [Grétar Skúli] hafi notað við að vefja keppanda KFA þar sem hann væri alltaf að vefja ólinni um typpið á sér,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Úr málatilbúnaði Grétars Skúla, varnaraðila í málinu. Á mótið vantaði svokallaðar metaskífur sem varð til þess að keppni seinkaði. Fimmta atvikið sem nefnt er í úrskurði KRAFT snýr að hegðun Grétars Skúla vegna þessa, en hann mun hafa sakað dómara, sem jafnframt eru stjórnarmenn í KRAFT, um að láta skífurnar gleymast viljandi, og einnig hafa sagt að „fáránlegt væri að setja konur í þetta hlutverk því þær gætu ekki staðið við svona verkefni“. Ýmis önnur óviðeigandi ummæli hafi fallið sem staðfest séu í skýrslu dómara. Eins og fyrr segir hafnar Grétar Skúli þessari atvikalýsingu allri og kveðst ekkert hafa gert rangt, og hefur hann áfrýjað úrskurði Dómstóls ÍSÍ.
Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira