Kennarar óskast Helga Charlotta Reynisdóttir skrifar 28. október 2024 17:01 Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun