Norski framherjinn Erling Braut Haaland var á ferðinni um Evrópu en hann fór ekki frá Manchester til Parísar heldur til Malmö í Svíþjóð.
Haaland var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni með 27 mörk fyrir Englandsmeistarana og var tilnefndur til Gullhnattarins. Hann endaði síðan númer fimm í Ballon d'Or kjörinu.
Haaland imponeret over Malmö: Han købte 50 trøjer https://t.co/EfxoUWuWdm
— Bold (@bolddk) October 29, 2024
Af þeim fimm efstu í kjörinu þá mætti aðeins einn sem var sigurvegarinn Rodri. Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, endaði í næsta sæti á undan framherja City en skrópaði eins og allir frá Real Madrid.
Haaland lét ekki sjá sig á verðlaunahátíðinni í gær en skellti sér frekar á leik Malmö og IKF Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Með liði Malmö spilar vinur hans Erik Botheim. Þeir eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu saman með norska unglingalandsliðinu.
Þeir voru líka saman í rappmyndbandi ásamt Skagamanninum Erik Sandberg, Horft hefur verið meira en tólf milljón sinnum á myndbandið þeirra á YouTube.
Botheim er líka framherji og var í byrjunarliði Malmö í gær. Malmö vann leikinn 2-1 og tryggði sér sænska meistaratitlinn annað árið í röð og jafnframt þann fjórða á síðustu fimm árum.
Haaland var í ljósbláu Malmö treyjunni í stúkunni og fagnaði vel þegar vinur hans varð meistari. Hann keypti líka fimmtíu Botheim treyjur og passaði upp á allur hópur hans væri í rétta litnum.