Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 29. október 2024 18:01 Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun