Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 29. október 2024 18:01 Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun