Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar 29. október 2024 21:17 Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun