Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 11:00 Emma Hayes með son sinn Harry eftir sigurleik á móti Íslandi í vináttulandsleik í Nashville. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska landsliðsins og nýkjörin þjálfari ársins á verðlaunahátíð Gullhnattarins, Ballon d'Or, hikaði ekkert við að gagnrýna hátíðina og þá sérstaklega tímasetninguna. Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira