Tala látinna á Spáni hækkar hratt Árni Sæberg skrifar 30. október 2024 08:11 Frá björgunarstarfi í bænum Letur, þar sem sex af um eitt þúsund íbúum er saknað. Victor Fernandez/Getty 51 hið minnsta er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Náttúruhamfarir Veður Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Náttúruhamfarir Veður Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira