Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Dröfn Jónasdóttir tjáði sig um andlát móður sinnar. Aðsend Móðir Birnu Drafnar Jónasdóttur lést af völdum heilaslags. Birna starfar í dag að innleiðingu FAST aðferðar sem kennir börnum hver einkenni heilaslags eru. Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökunum á Vesturlöndum. Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112. Heilbrigðismál Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112.
Heilbrigðismál Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira