Ný flaug flaug lengra en áður Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 11:09 Tæpt ár er síðan Norður-Kóreumenn skutu síðast skotflaug á loft. AP/Lee Jin-man Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira