Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Aron Guðmundsson skrifar 31. október 2024 14:32 Damon Hill líkir ríkjandi heimsmeistaranum í Formúlu 1, Max Verstappen, við illmennið Dick Dastardly Samsett mynd Fyrrum heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Bretinn Damon Hill, gagnrýnir ríkjandi heimsmeistara, Hollendinginn Max Verstappen harðlega fyrir tilburði hans í Mexíkó kappakstrinum um síðastliðna helgi og líkir honum við illmennið Dick Dastardly út teiknimyndaþáttunum Vaskir vagnar (e.Wacky Races.) Verstappen, sem ekur fyrir lið Red Bull Racing, fékk tvær refsingar í umræddum kappakstri og samanlagt fékk hann tuttugu sekúndna refsingu fyrir atvik sem áttu sér stað í baráttu hans við Lando Norris, ökuþór McLaren, sem hefur sótt að Verstappen á toppi stigakeppni ökuþóra undanfarnar keppnishelgar. Norris á papaya litaða bíl McLaren og Verstappen á bíl Red Bull Racing berjast hér í MexíkóVísir/Getty Verstappen endaði í sjötta sæti kappakstursins á meðan að Norris kom í mark í öðru sæti og náði þar með að saxa enn frekar á forystu Hollendingsins sem stendur í fjörutíu og sjö stigum þegar að fjórar keppnishelgar eru af tímabilinu. Pressan hefur verið að magnast á Verstappen og er hann farinn að finna fyrir Norris anda niður hálsmál sitt. Það er farið að sjást innan brautar. „Í fyrra atvikinu milli þeirra Verstappen og Norris slær sá fyrrnefndi hvergi af til þess að ná beygjunni og skilja eftir pláss fyrir Norris. Þetta var hann að segja: „þú ert ekki að fara hérna í gegn.“ Seinna atvikið hafi minnt á illmenni úr teiknimyndaseríu sem var vinsæl hér á árum áður. „Þar voru þetta bara tilburðir eins og við sáum hjá Dick Dastardly. Hann gaf bara í rétt fyrir beygjuna og ók með Norris út af brautinni. Norris gat ekkert gert. Þetta var heimskulegur akstur.“ Verstappen sjálfur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem að hann hefur fengið í sinn garð varðandi ökustíl sinn. „Ég ek bara eins og ég til mig þurfa að aka. Keppnishelgina fyrir Mexíkó var allt í góðu með þetta, í Mexíkó fæ ég svo tuttugu sekúndna refsingu. Ég ætla ekki að væla sökum þess. Ætla heldur ekki að deila minni skoðun á þessu. Stærsta vandamál mitt var að við áttum slæman dag hvað keppnishraðan varðar.“ Keppnishelgin í Sao Paulo í Brasilíu hefst á morgun og um sprettkeppnishelgi er að ræða. Eitt hundrað og tuttugu stig eru enn í pottinum og bilið á toppnum milli Verstappen og Norris aðeins fjörutíu og sjö stig. Fjórar keppnishelgar eftir og Verstappen í leit að sínum fjórða heimsmeistaratitli í röð, Norris er á höttunum eftir sínum fyrsta. Akstursíþróttir Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen, sem ekur fyrir lið Red Bull Racing, fékk tvær refsingar í umræddum kappakstri og samanlagt fékk hann tuttugu sekúndna refsingu fyrir atvik sem áttu sér stað í baráttu hans við Lando Norris, ökuþór McLaren, sem hefur sótt að Verstappen á toppi stigakeppni ökuþóra undanfarnar keppnishelgar. Norris á papaya litaða bíl McLaren og Verstappen á bíl Red Bull Racing berjast hér í MexíkóVísir/Getty Verstappen endaði í sjötta sæti kappakstursins á meðan að Norris kom í mark í öðru sæti og náði þar með að saxa enn frekar á forystu Hollendingsins sem stendur í fjörutíu og sjö stigum þegar að fjórar keppnishelgar eru af tímabilinu. Pressan hefur verið að magnast á Verstappen og er hann farinn að finna fyrir Norris anda niður hálsmál sitt. Það er farið að sjást innan brautar. „Í fyrra atvikinu milli þeirra Verstappen og Norris slær sá fyrrnefndi hvergi af til þess að ná beygjunni og skilja eftir pláss fyrir Norris. Þetta var hann að segja: „þú ert ekki að fara hérna í gegn.“ Seinna atvikið hafi minnt á illmenni úr teiknimyndaseríu sem var vinsæl hér á árum áður. „Þar voru þetta bara tilburðir eins og við sáum hjá Dick Dastardly. Hann gaf bara í rétt fyrir beygjuna og ók með Norris út af brautinni. Norris gat ekkert gert. Þetta var heimskulegur akstur.“ Verstappen sjálfur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem að hann hefur fengið í sinn garð varðandi ökustíl sinn. „Ég ek bara eins og ég til mig þurfa að aka. Keppnishelgina fyrir Mexíkó var allt í góðu með þetta, í Mexíkó fæ ég svo tuttugu sekúndna refsingu. Ég ætla ekki að væla sökum þess. Ætla heldur ekki að deila minni skoðun á þessu. Stærsta vandamál mitt var að við áttum slæman dag hvað keppnishraðan varðar.“ Keppnishelgin í Sao Paulo í Brasilíu hefst á morgun og um sprettkeppnishelgi er að ræða. Eitt hundrað og tuttugu stig eru enn í pottinum og bilið á toppnum milli Verstappen og Norris aðeins fjörutíu og sjö stig. Fjórar keppnishelgar eftir og Verstappen í leit að sínum fjórða heimsmeistaratitli í röð, Norris er á höttunum eftir sínum fyrsta.
Akstursíþróttir Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira