Sekta Google um meira en allan pening heimsins Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 16:15 Upprunaleg sekt Google tvöfaldast á degi hverjum sem hún er ekki greidd. Getty/Jakub Porzycki Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum. Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Rússland Google Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.
Rússland Google Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira