Flokkshollusta á undanhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2024 21:02 Bryndís Nielsen er ráðgjafi hjá Athygli. vísir/einar Ráðgjafi segir flakk þingmanna á milli flokka meðal annars skýrast af því að lítill sem enginn munur er á milli stefnumála sumra flokka og flokkshollusta að einhverju leyti á undanhaldi. „Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
„Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira